Fréttir

Myndband: Kylfingar kunna að drepa tímann meðan leik er frestað
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 20. febrúar 2021 kl. 22:41

Myndband: Kylfingar kunna að drepa tímann meðan leik er frestað

Eins og var greint frá áðan hefur leik verið frestað í tvígang á Genesis Invitational mótinu á PGA mótaröðinni vegna mikils vinds en vindur fór allt upp í 15 m/s og voru boltar farnir að fjúka af flötum. Kylfingar hófu þó nýlega leik að nýju. 

Þó svo að leik var frestað var æfingasvæðið enn opið og voru kylfingar að halda sér heitum þar til að leikur hæfist að nýju. Nokkrir kylfingar, þar á meðal Jon Rahm og Jordan Spieth, brugðu á leik á æfingasvæðinu þar sem þeir reyndu að slá boltann upp í vindinn og fá hann til baka þar sem vindurinn var nógu sterkur.

Ljóst er að bestu kylfingar heims taka líka upp á því að leika sér smá á æfingasvæðinu.