Fréttir

Myndband: Ótrúlegt atvik olli því að Fowler fékk þrefaldan skolla
Rickie Fowler.
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 08:00

Myndband: Ótrúlegt atvik olli því að Fowler fékk þrefaldan skolla

Það verður seint sagt að Rickie Fowler hafi haldið þessu einföldu á lokahring Waste Management Phoenix Open mótsins sem lauk í gær.

Fyrir daginn var Fowler fjórum höggum á undan næsta manni en eftir þrefaldan skolla á 11. holu og skolla á 12. holunni var Fowler kominn einu höggi á eftir. Hann sýndi þó hvað í honum býr með því að fá tvo fugla undir lokin og tryggja sér tveggja högga sigur.

Þrefaldi skollinn á 11. holunni var ansi skrautlegur hjá Fowler. Eftir að hafa slegið fyrir framan flötina í tveimur höggum vippaði hann yfir flötina og rúllaði boltinn ofan í vatn. Flötin var blaut og skautaði því boltinn meira en hann bjóst við. 

Hann þurfti því að taka víti og eftir að boltinn var kominn í leik rúllaði hann aftur ofan í vatnið með þeim afleiðingum að Fowler þurfti að taka annað víti. Fowler vippaði því sjötta högginu inn á flötinu og þurfti að setja um fimm metra pútt ofan í fyrir sjö höggum. 

Myndband af atvikunu má sjá hér að neðan.