Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía búin með fyrsta hringinn í Norður Karólínu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 21:59

Ólafía búin með fyrsta hringinn í Norður Karólínu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag fyrsta hringinn á Symetra Classic mótinu í Norður Karólínu á 2 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 53. sæti af 144 keppendum en um helmingur keppenda á eftir að ljúka leik á fyrsta keppnisdegi.

Ólafía fékk tvo fugla og fjóra skolla á hring dagsins en skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan. Alls hitti hún 8 brautir í upphafshöggum sínum, púttaði 31 sinni og hitti 12 flatir í tilætluðum höggafjölda.

Leiknir eru þrír hringir í mótinu sem lýkur á föstudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Nuria Iturrios er efst á 6 höggum undir pari. Áhugakylfingurinn Amanda Sambach er önnur á 5 höggum undir pari.


Skorkort Ólafíu á hringnum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)