Fréttir

PGA: Garcia upp fyrir Kuchar á peningalistanum
Sergio Garcia.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 13:50

PGA: Garcia upp fyrir Kuchar á peningalistanum

Sergio Garcia sigraði um helgina á Sanderson Farms meistaramótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni.

Fyrir sigurinn fékk Spánverjinn 1,18 milljón dollara sem færði hann um leið upp í 9. sæti peningalista PGA mótaraðarinnar frá upphafi.

Samtals hefur Garcia þénað 51.726.497 dollara frá því hann byrjaði á mótaröðinni fyrir um 20 árum. Garcia færðist upp um eitt sæti á listanum frá því fyrir helgi en Matt Kuchar er nú í 10. sæti, rúmum 200 þúsund dollurum frá Garcia.

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að þeir Tiger Woods og Phil Mickelson raða sér í tvö efstu sætin á peningalista PGA mótaraðarinnar en hér fyrir neðan má sjá hvernig topp-10 lítur út:

1. Tiger Woods, 120.787.506 USD
2. Phil Mickelson, 92.130.022 USD
3. Jim Furyk, 71.313.279 USD
4. Vijay Singh, 71.236.216 USD
5. Dustin Johnson, 68.017.215 USD
6. Adam Scott, 55.494.941 USD
7. Justin Rose, 54.453.065 USD
8. Rory McIlroy, 53.430.411 USD
9. Sergio Garcia, 51.726.497 USD
10. Matt Kuchar, 51.518.252 USD


Matt Kuchar.