Fréttir

PGA: Þrír jafnir fyrir lokahringinn
Adam Scott.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 22:55

PGA: Þrír jafnir fyrir lokahringinn

Þriðji hringur Genesis Invitational mótsins var rétt í þessu að klárast og eru þrír kylfingar jafnir á toppnum fyrir lokadaginn. Það er því von á spennandi lokadegi.

Kylfingarnir sem eru jafnir á toppnum eru þeir Adam Scott, Matt Kuchar og efsti maður heimslistans, Rory McIlroy. Scott lék best af þeim þremur en hann kom í hús á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. McIlroy lék á 68 höggum á meðan Kuchar lék á 70 höggum. Þeir eru allir á samtals 10 höggum undir pari.

Russell Henley og Harold Varner III koma næstir á níu höggum undir pari. Henley lék á 68 höggum í dag en Varner III lék á 69 höggum. Joel Dahmen og Dustin Johnson eru svo höggi á eftir þeim á átta höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Adam Scott.


Matt Kuchar.