Fréttir

PGA: Vegas úr leik vegna Covid-19
Jhonattan Vegas hefur sigrað á þremur mótum á PGA mótaröðinni.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 17:56

PGA: Vegas úr leik vegna Covid-19

Jhonattan Vegas hefur dregið sig úr Sony Open mótinu sem fer fram í vikunni á PGA mótaröðinni í golfi. Ástæðan er sú að Vegas er með Covid-19.

Vegas er annar kylfingurinn á PGA mótaröðinni á þessu ári sem þarf að hætta við þátttöku vegna Covid-19 en Jim Herman gat ekki keppt á Sentry Tournament of Champions.

Vegas, sem er í 144. sæti á stigalista mótaraðarinnar, spilaði síðast á Mayakoba Classic mótinu í desember.

Í stað Vegas kemur Seamus Power inn í Sony Open.