Fréttir

Rahm búinn að semja við Callaway
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 16:24

Rahm búinn að semja við Callaway

Kylfuframleiðandinn Callaway tilkynnti í dag að Jon Rahm, sem situr í öðru sæti heimslistans, væri búinn skrifa undir samning við fyrirtækið.

Rahm bætist í hóp bætast þar með í hóp við kylfinga á borð við Xander Shauffele, Phil Mickelson og Francesco Molinari sem allir leika með kylfum frá Callaway.

Hann mun leika með trékylfur, járn og fleygjárn frá Callaway, svo mun hann nota Chrome Soft X boltann og að lokum mun hann vera með Odyssey pútter.

Rahm mun nota kylfurnar stax í þessari viku en hann er með keppnisrétt á Sentry Tournament of Champions mótinu þar sem sigurvegarar síðasta árs keppa á móti meistaranna. Rahm sigraði á Memorial mótinu og BMW meistaramótinu á síðasta tímabili. Hann segist spenntur að hefja nýtt tímabil með nýjar kylfur en hann sé nú þegar búinn að setja eitt vallarmet með þeim.

„Ég er svo ánægður að ganga til liðs við Callaway og ég get ekki beðið eftir að hefja nýtt ár. Græjurnar eru nú þegar farnar að virka vel og fyrsti hringurinn sem ég lék með þeim þá setti ég vallarmet á Silverleaf vellinum þar sem ég lék á 59 höggum. Ég ber mikið traust til útbúnaðarins frá Callaway og þá sérstaklega golfboltans, en hann hefur heillað mig mikið síðustu viku.“

Rahm lék áður með kylfur frá TaylorMade Golf og gekk í Adidas fötum. Hann mun núna leika með Callaway kylfur og ganga um í TravisMatthew fötum.