Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Rúnar undir pari á fyrsta hring St Andrews Links Trophy
Rúnar Arnórsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 7. júní 2019 kl. 22:10

Rúnar undir pari á fyrsta hring St Andrews Links Trophy

Rúnar Arnórsson, GK, hóf í dag leik á einu sterkasta áhugamannamóti ársins, St. Andrews Links Trophy. Skor keppenda var gríðarlega gott á fyrsta keppnisdegi en leikið var við góðar aðstæður í Skotlandi.

Rúnar lék fyrsta hringinn á höggi undir pari og er jafn í 59. sæti af 144 keppendum.

Alls fékk Rúnar fjóra fugla og þrjá skolla á hring dagsins sem fór fram á Jubilee golfvellinum.

Leiknar eru 72 holur í mótinu sem lýkur á sunnudaginn.

Matty Lamb og Thomas Plumb, báðir frá Englandi, eru jafnir í forystu í mótinu á 8 höggum undir pari.

Meðal þeirra sem hafa keppt á St. Andrews Links Trophy frá stofnun mótsins árið 1989 eru Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose, Rory McIlroy og Francesco Molinari.

Hér er hægt að sjá stöðuna.