Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Russell Henley skrifaði nafn sitt í golfsöguna
Russell Henley
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 22:37

Russell Henley skrifaði nafn sitt í golfsöguna

Sá sjötti í sögunni til að fá albatros á Players Meistaramótinu

Hinn 32 ára Bandaríkjamaður, Russell Henley, skrifaði nafn sitt í golfsöguna á lokahring Players Meistaramótsins þegar hann sló tæplega 220 metra högg beint í holu fyrir albatross á 11. braut.

Örninn 2025
Örninn 2025

Russell Henley var vel fagnað er hann sótti boltann í holuna

Henley er sá þriðji í sögunni til að fá albatros á 11. braut á Players Meistaramótinu og sá sjötti í sögunni til að fá albatross á einhverri braut á mótinu. Jafnframt var þetta í annað sinn sem kylfingur nælir í albatross á þessu tímabili PGA mótaraðarinnar.