Fréttir

Svona er golfsveiflan hjá heimsmeistaranum í þungavigt hnefaleika
Brooks Koepka var á meðal þeirra sem fylgdust með Fury verja titilinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 13. október 2021 kl. 09:04

Svona er golfsveiflan hjá heimsmeistaranum í þungavigt hnefaleika

Tyson Fury varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt hnefaleika á laugardag í Las Vegas. Hann rotaði andstæðing sinn Deontay Wilder í 11. lotu.

Margir af bestu kylfingum heims voru staddir á bardaganum þar sem mótaröðin leikur í Las Vegas þessa vikuna.

Fury sem er 206 sentimetrar á hæð virðist vera liðtækur kylfingur ef marka má sveifluna sem fylgir fréttinni.