Tólfta holan fór illa með Axel
Heimamaðurinn Axel Bóasson lék frábært golf fyrstu þrjá daga Íslandsmótsins og leiddi að þeim loknum með tveimur höggum. Hann náði sér hins vegar ekki á strik á lokadeginum, lék hann á +3 en á sama tíma lék Dagbjartur Sigurbrandsson á parinu og vann því með einu höggi.
Þegar Axel var búinn að jafna sig á mestu vonbrigðunum mætti hann auðmjúkur og flottur í viðtal hjá Kylfingi.