Fréttir

Úrslitaleikirnir klárir í Íslandsmóti golfklúbba
Karlalið GKG leikur til úrslita annað árið í röð á meðan kvennaliðið leikur um þriðja sætið.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 24. júlí 2020 kl. 23:13

Úrslitaleikirnir klárir í Íslandsmóti golfklúbba

Annar keppnisdagur Íslandsmóts golfklúbba fór fram í dag á Leirdalsvelli og Urriðavelli. Ljóst er hvaða lið mætast í úrslitaleikjunum á laugardaginn og hvaða lið berjast um að halda sæti sínu í deildunum.

Kvennamegin eru lið Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Keilis komin í úrslit. GR hafði betur gegn GM í undanúrslitunum, 4-1, á meðan GK vann ríkjandi meistara úr GKG 3,5-1,5.

Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Vestmannaeyja spila um 7. sætið í 1. deild kvenna á morgun á sama tíma og Golfklúbbur Suðurnesja mætir Golfklúbbi Skagafjarðar um 5. sæti.

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum í 1. deild kvenna.

Í karlaflokki leika GKG og GK til úrslita og ná eiga því GKG enn möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra. GKG hafði betur gegn GR, 3,5-1,5 í undanúrslitaleik á meðan Keilir vann GM, 3-2.

Á botninum er mikil spenna en Golfklúbbur Akureyrar hefur þegar tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt á næsta ári. Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbburinn Leynir eru bæði með einn vinning á meðan Golfklúbbur Suðurnesja er með ekkert stig. Það ræðst því á morgun hvaða lið fellur niður í 2. deild en GS mætir liði GL á meðan GV mætir GA.

Hér verður hægt að fylgjast með úrslitum í 1. deild karla.