Fréttir

Woods snortinn yfir miklum stuðningi
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 1. mars 2021 kl. 11:01

Woods snortinn yfir miklum stuðningi

Tiger Woods segist snortinn yfir þeim stuðningi sem kylfingar sýndu honum á lokadegi Workday heimsmótsins í golfi í gær. Líkt og alþjóð veit lenti Woods í hræðilegu bílslysi í síðustu viku og ekki er vitað hvort hann snúi aftur á meðal þeirra bestu.

Til að mynda þá spiluðu þeir Jason Day, Rory McIlroy, Tony Finau, Patrick Reed, Tommy Fleetwood, Scottie Scheffler, Carlos Ortiz og Cameron Champ spiluðu allir í rauðum bol og svörtum buxum í gær líkt og Woods gerir venjulega á lokadegi.

Þá voru þeir Matt Kuchar, Day og Bryson DeChambeau með „Tiger“ skrifað á golfbolta sína og Billy Horschel fór þá leið að skrifa „TW“ á derhúfuna sína.

Woods sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem að hann þakkaði kylfingunum og aðdáendum fyrir stuðninginn og sagði hann að stuðningur sem þessi væri ómetanlegur á þessum erfiðu tímum.

Yfirlýsingu Woods má lesa í heild sinni hér að neðan.