Fréttir

Woods valdi sjálfan sig
Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum 2019.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 08:30

Woods valdi sjálfan sig

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er búinn að tilkynna hvaða fjórir kylfingar bætast við í lið Bandaríkjanna sem keppir í Forsetabikarnum í desember. Áður höfðu 8 kylfingar tryggt sér sæti í liðinu.

Mesta athygli vekur að Woods valdi sjálfan sig til að keppa í mótinu en valið er þó ekki umdeilt þar sem um er að ræða sigursælasta kylfing PGA mótaraðarinnar frá upphafi og þá er hann meðal 10 efstu á heimslista karla í dag.

Auk Woods komust þeir Patrick Reed, Tony Finau og Gary Woodland í liðið og því ekki pláss fyrir kylfinga á borð við Jordan Spieth, Kevin Kisner og Rickie Fowler.

Bandaríska liðið sem keppir í Forsetabikarnum 2019:

Brooks Koepka,
Dustin Johnson,
Justin Thomas
Xander Schauffele
Bryson DeChambeau
Patrick Cantlay
Webb Simpson
Matt Kuchar
Tiger Woods (val Woods)
Patrick Reed (val Woods)
Gary Woodland (val Woods)
Tony Finau (val Woods)

Sjá einnig:

Els valdi tvo nýliða