Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

LPGA mótaröðin frestar næstu þremur mótum
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 21:57

LPGA mótaröðin frestar næstu þremur mótum

Kórónaveiran er farin að hafa mikil áhrif á stærstu mótaraðir heims. PGA mótaröðin tilkynnti í dag að engir áhorfendur yrðu leyfðir á næstu mótum einnig tilkynnti Evrópumótaröð karla um frestun á nokkrum mótum.

Nú hefur LPGA mótaröðin frestað næstu þremur mótum á mótaröðinni en eitt af mótunum er meðal annars eitt af risamótunum fimm.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mótin sem um ræðir eru Volvik Founders Cup mótið sem fara átti fram dagana 19.-22. mars, Kia Classic mótið sem átti að fara fram 26.-29. mars og að lokum ANA Inspiration risamótið sem átti að fara fram 2.-5. apríl. Eins og staðan er í dag er aðeins búið að fresta mótunum og stefnt að því að leika þau síðar á árinu.

Einnig hafa næstu tveimur mótum á Symetra mótaröðinni verið frestað en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur á þeirri mótaröð.

Dagskráin á LPGA mótaröðinni hefur nú þegar orðið fyrir miklum hnekkjum vegna veirunnar en þrjú mót sem öll áttu að fara fram í Asíu var aflýst í febrúar.