Fréttir

LPGA mótaröðin frestar næstu þremur mótum
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 21:57

LPGA mótaröðin frestar næstu þremur mótum

Kórónaveiran er farin að hafa mikil áhrif á stærstu mótaraðir heims. PGA mótaröðin tilkynnti í dag að engir áhorfendur yrðu leyfðir á næstu mótum einnig tilkynnti Evrópumótaröð karla um frestun á nokkrum mótum.

Nú hefur LPGA mótaröðin frestað næstu þremur mótum á mótaröðinni en eitt af mótunum er meðal annars eitt af risamótunum fimm.

Mótin sem um ræðir eru Volvik Founders Cup mótið sem fara átti fram dagana 19.-22. mars, Kia Classic mótið sem átti að fara fram 26.-29. mars og að lokum ANA Inspiration risamótið sem átti að fara fram 2.-5. apríl. Eins og staðan er í dag er aðeins búið að fresta mótunum og stefnt að því að leika þau síðar á árinu.

Einnig hafa næstu tveimur mótum á Symetra mótaröðinni verið frestað en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur á þeirri mótaröð.

Dagskráin á LPGA mótaröðinni hefur nú þegar orðið fyrir miklum hnekkjum vegna veirunnar en þrjú mót sem öll áttu að fara fram í Asíu var aflýst í febrúar.