Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

McIlroy hafnaði fúlgum fjár fyrir að leika í Sádí-Arabíu
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 22:41

McIlroy hafnaði fúlgum fjár fyrir að leika í Sádí-Arabíu

Nú aðeins sólarhring eftir að Phil Mickelson tilkynnti um þátttökur sína á Saudi International mótinu á Evrópumótaröðinna sem fer fram í janúar og febrúar á næsta ári hefur komið í ljós að Rory McIlroy hafnaði 2,5 milljónm dollara fyrir það eitt að mæta í mótið.

Hefði McIlroy tekið því hefði þetta verið mesta fé sem hann hefur þáð fyrir það eitt að taka þátt í móti. Samkvæmt heimildarmanni þá hefði það ekki skipt máli hversu há upphæðin væri, McIlroy ætlaði ekki að vera með í mótinu.

Eftir að McIlroy hafnaði boðinu snéru stjórnendur mótsins sér að Phil Mickelson sem tilkynnti í gær um þátttöku sína. Því er haldið fram að Mickelson fái svipað fé fyrir það eitt að mæta. Það er nokkuð ljóts að einhverjir eru peningarnir sem Mickelson er að fá því hann mun sleppa að leika á Phoenix Open mótinu sem hann hefur ekki misst af í næstum 30 ár.

Evrópumótaröðin og kylfingar sem hafa tekið þátt í mótinu hafa hlotið töluverða gagnrýni þar sem margir halda að stjórnvöld í Sádí-Arabíu séu að reyna fela meðferð sína á konum og minnihlutahópum með að fá að halda stóra íþróttaviðburði.