Fréttir

Úrtökumótin: Haraldur byrjaði vel
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 15:42

Úrtökumótin: Haraldur byrjaði vel

Haraldur Franklín Magnús GR hóf í dag leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Austurríki. 107 kylfingar eru mættir á keppnisstaðinn og er barist um 22 sæti á næsta stigi.

Haraldur fór vel af stað í mótinu og er þessa stundina jafn í 10. sæti á 4 höggum undir pari. Á hringnum fékk Haraldur fjóra fugla, tvo skolla og einn örn.


Skorkort Haraldar.

Skor keppenda í mótinu er nokkuð gott en besta skor dagsins átti Jonathan Agren sem lék á 8 höggum undir pari.

Haraldur fór einnig á þennan keppnisstað á 1. stiginu í fyrra og endaði þá í 20. sæti á 9 höggum undir pari. Það dugði til að komast áfram en reikna má með því að svipað skor dugi í ár.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.