Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

25 bestu golfvellirnir á Íslandi?
Hvaleyrarvöllur er besti völlurinn á Íslandi samkvæmt sjálfstæða golfvallarmatsvefnum, top100golfcourses.com
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 17:45

25 bestu golfvellirnir á Íslandi?

Sjálfstæði golfvallarmatsvefurinn, top100golfcourses.com, gefur út endurmat

Sjálfstæði golfvallarmatsvefurinn, top100golfcourses.com, metur golfvelli um allan heim.

Gefið hefur verið út endurmat á 25 bestu golfvöllum á Íslandi en fyrra mat var útgefið árið 2020.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hvaleyrarvöllur er talin sá besti hér á landi samkvæmt mati vefsins, líkt og fyrir tveimur árum. Brautarholt er talin næst besti völlurinn á Íslandi og fer upp um tvö sæti á listanum á meðan Grafarholtsvöllur fellur úr öðru sæti niður í það fimmta. Urriðavöllur klifrar upp um þrjú sæti á listanum, í það þriðja og Korpa (Sjórinn/Áin) fer einnig upp um þrjú sæti, úr því sjöunda.

Vestmannaeyjavöllur fellur niður um þrjú sæti, niður í það sjötta. Kiðjabergsvöllur, sem var í tíunda sæti fyrir tveimur árum, situr í því sjöunda í ár. Hlíðavöllur og Leirdalsvöllur eru nýir á listanum og sitja í áttunda og níunda sæti. Garðavöllur fellur þá niður um fimm sæti í það tíunda. Alls eru tíu vellir nýir á listanum.