Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Einn virtast golflýsandi Bandaríkjanna segist hafa séð Reed bæta legu sína nokkrum sinnum
Patrick Reed.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 20:23

Einn virtast golflýsandi Bandaríkjanna segist hafa séð Reed bæta legu sína nokkrum sinnum

Sagan af meintu svindli Patrcik Reed virðist engan enda ætla að taka. Reed heldur fram sakleysi sínu en kylfingar og fréttamenn keppast við að tjá sig um málið, jafnvel þó að rúmlega tveir mánuðir séu liðnir frá atvikinu.

Brooks Koepka sagði nýlega að hann skildi ekki hvað Reed hafi verið að gera á Hero World Challenge mótinu í Bahamas í desember þegar að hann fékk dæmt á sig tvö högg í víti fyrir að bæta legu boltans.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nú hefur einn virtasti golflýsandi bandaríkjanna, Peter Kostis, sagt að hann hafi oftar en einu sinni séð Reed bæta legu boltans.

„Núna hefu ég séð Patrick Reed bæta legu boltans síns, þar sem ég var með honum í persónu, fjórum sinnum.“

Eitt þessara tilfella var á Barclays mótinu árið 2016, mót sem Reed endaði á að vinna. Eftir að teighögg hjá Reed endaði í þykkum karga á 13. holunni labbað Reed upp að boltanum og lagði kylfu nokkrum sinnum fyrir framan boltann. Hann endaði svo á að slá 3-tré og varð Kostis mjög hissa á því.

„Þetta er í eina skipti sem ég hef látið [Gary] McCord standa á gati [meðlýsandi Kostis]. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja þegar ég sagði, 'Jæja, legan sem ég sá í upphafi bauð ekki upp á að slá þetta högg'. Af því að hann setti fjórar eða fimm mismunandi kylfur fyrir aftan boltann, eins og hann væri að þykjast vera að velja á milli. Þegar hann var búinn að þessu þá sló hann 3-tré úr þessari legu, sem upphaflega átti að vera fleygjárn inn á braut.“

Annað dæmi sem Kostis nefndi gerðist á Torrey Pines á Farmers Insurance mótinu. Svipað var upp á teningnum þá en þá sló Reed yfir 16. flötina sem er par 3 hola á ómögulegan stað.

„Hann sló yfir flötina og gerði það sama, setti þrjár til fjórar mismunandi kylfur fyrir aftan boltann. Þetta var högg sem enginn hafði komið nálægt allan daginn. Þegar hann var búinn þá gat ég séð allt merkið á boltanum úr turninum sem ég sat í.“

Kostis bætti þó við að hann vissi ekki hvort að Reed gerði þetta meðvitað eða ekki og vildi því ekki ásaka Reed um svindl.

„Ég er ekki einu sinni viss hvort að hann átti sig á því að hann sé að gera þetta. Kannski veit hann það, ég veit það ekki. Ég ætla ekki að ásaka hann um neitt. Ég er aðeins að segja frá því sem ég hef séð.“

Tengdar fréttir:

Myndband: Reed fékk tvö högg í víti fyrir þetta
Rory um Reed: „Þetta leit illa út"
Smith vorkennir Reed ekki neitt
Reed segist ekki vera svindlari
Myndband: Justin Thomas gerir grín að Patrick Reed
Myndband: Langt og erfitt ár framundan hjá Reed?
Lögfræðingur Reed varar fréttamenn við því að kalla hann svindlara