Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Lægstu stuðlarnir á Haraldi og Ólafíu
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 08:00

Lægstu stuðlarnir á Haraldi og Ólafíu

Líkt og undanfarin ár verður hægt að veðja á úrslit Íslandsmótsins í höggleik í ár sem fer fram dagana 6.-9. ágúst.

Mótið í ár fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en ef marka má veðbankann Coolbet má búast við tvöföldum sigri GR.

Í karlaflokki er Haraldur Franklín Magnús með lægstan stuðul eða 6. Haraldur er talinn líklegastur til sigurs en á eftir honum er Andri Þór Björnsson með 8. Þeir léku einmitt til úrslita í Einvíginu á Nesinu fyrr í vikunni.

Í kvennaflokki búast flestir við einvígi á milli Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur. Stuðullinn á sigur Ólafíu er 2 en 3,5 hjá Guðrúnu Brá.

Auk þess að veðja á sigurvegara mótsins er hægt að veðja á það hvort kylfingar komist í gegnum niðurskurð og fleira.

Lægstu stuðlarnir í karlaflokki:

Haraldur Franklín Magnús, 6
Andri Þór Björnsson, 8
Rúnar Arnórsson, 10
Bjarki Pétursson, 10
Dagbjartur Sigurbrandsson, 10

Lægstu stuðlarnir í kvennaflokki:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, 2
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 3,5
Ragnhildur Kristinsdóttir, 8
Saga Traustadóttir, 8
Nína Björk Geirsdóttir, 8


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Tengdar fréttir:

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
GM þarf þína aðstoð fyrir Íslandsmótið á þessum fordæmalausu tímum
Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi
Böðvar Bragi með lægstu forgjöfina í Íslandsmótinu
Íslandsmótið í höggleik: 20 á biðlista
Nýir hvítir teigar á Hlíðavelli fyrir Íslandsmótið
Valdís Þóra: Virkilega leiðinlegt